Alla vega
Þetta er sonur minn. Þórhallur Berg Vilhjálmsson.
Við áttum eina af þessum stundum saman í morgun þar sem ég er að gefa honum og hann horfir svo fallega á mömmu sína. Og þá byrjar fallegt lag í útvarpinu. Og það er nóg. Nóg til þess að fylla augun af vatni. Það er ótrúlegt hvað tónlist getur breytt venjulegri athöfn (það er klárlega athöfn að gefa brjóst) í eitthvað svo dramatískt og fallegt.
En það er líka það sem gerir hversdagsleikan svo skemmtilegan.
Yndislegt Kristín Salín mín og dásamlegur snáði sem þú átt. Kveðja að norðan, Marta.
ReplyDelete