Wednesday, June 6, 2012

Tónlist

Hér kemur eitt væmið. Reyndar verður líklegast flest allt sem ég skrifa hér mjög væmið. En það er það sem fylgir því að vera nýbökuð mamma með hormónaflæði á milljón.

Alla vega

Þetta er sonur minn. Þórhallur Berg Vilhjálmsson.

Sjá þessar kinnar

Við áttum eina af þessum stundum saman í morgun þar sem ég er að gefa honum og hann horfir svo fallega á mömmu sína. Og þá byrjar fallegt lag í útvarpinu. Og það er nóg. Nóg til þess að fylla augun af vatni. Það er ótrúlegt hvað tónlist getur breytt venjulegri athöfn (það er klárlega athöfn að gefa brjóst) í eitthvað svo dramatískt og fallegt.

En það er líka það sem gerir hversdagsleikan svo skemmtilegan.

1 comment:

  1. Yndislegt Kristín Salín mín og dásamlegur snáði sem þú átt. Kveðja að norðan, Marta.

    ReplyDelete