Thursday, June 21, 2012

Síðastliðin vika - myndaflóð

Hér koma nokkrar myndir frá sl. viku



 Svo gaman að leika

 Að prófa tripp trapp


Aðeins að gretta sig


Feðgar á hestamannamóti 



Töffari





Þegar við fórum á fætur 04:30, hver elskar ekki að taka daginn snemma?


Hann bræðir mig

Loksins orðin nógu stór í flottu peysuna sem var keypt í NY

Nýjasta nýtt, að borða táslurnar


Tuesday, June 12, 2012

Sólskinsstrákur

Náði þessum fallegu myndum af Þórhalli við matarborðið






Friday, June 8, 2012

Krista design

Það er svo ótrúlega margt flott sem íslenska hönnunarmerkið Krista design hefur verið að gera. Það sem er helst á óskalistanum hjá mér er:

Perluprýði

Fluga

Fuglamen 

Og nýjasta nýtt, slaufumen úr hreindýraleðri

Krista er sjálf með opið hús á miðvikudögum að Brúsastöðum í Hafnarfirði. En það eru einhverjar verslanir sem selja vörurnar, t.d. Volcano design og LV sölubúðin á Eskifirði.

Af hverju er ekki hægt að eiga afmæli oftar en einu sinni á ári? 

08.06.12




Þessi prins er 4. mánaða í dag. Við foreldrarnir fögnum með nautakjöti og bernaise sem hann fær að sjálfsögðu í gegnum móðurmjólkina.

Gleðilega EM-helgi!

Wednesday, June 6, 2012

You made my day

Það besta við daginn minn er þegar Þórhallur Berg hlær. Við foreldrarnir þurfum samt að fara uppfæra aðferðirnar við að kalla fram hlátur hjá honum, en þetta virkar (oftast, hann fer að sjá í gegnum okkur og krefjast meiri frumleika)

Þetta myndband er tekið 29.05.12 þegar klukkan er að slá miðnætti og minn ennþá í fullu fjöri, enda er frekar ruglandi að þurfa að fara sofa þegar það er ennþá mjög bjart úti.


Hversu sætur er hægt að vera?!? 

Tónlist

Hér kemur eitt væmið. Reyndar verður líklegast flest allt sem ég skrifa hér mjög væmið. En það er það sem fylgir því að vera nýbökuð mamma með hormónaflæði á milljón.

Alla vega

Þetta er sonur minn. Þórhallur Berg Vilhjálmsson.

Sjá þessar kinnar

Við áttum eina af þessum stundum saman í morgun þar sem ég er að gefa honum og hann horfir svo fallega á mömmu sína. Og þá byrjar fallegt lag í útvarpinu. Og það er nóg. Nóg til þess að fylla augun af vatni. Það er ótrúlegt hvað tónlist getur breytt venjulegri athöfn (það er klárlega athöfn að gefa brjóst) í eitthvað svo dramatískt og fallegt.

En það er líka það sem gerir hversdagsleikan svo skemmtilegan.

Tuesday, June 5, 2012

Byrjunin

Hér er áskorun. Áskorun á mig sjálfa. 

Ég er mikil áhugamanneskja um blogg. Ég á mín uppáhalds sem ég skoða daglega. Lengi hefur mig langað til þess að taka þátt og byrja mitt eigið blogg. Svo hér er mín tilraun.